Um Creative Iceland
Creative Iceland býður uppá þjónustu fyrir ferðamenn þar sem hægt er að bóka upplifanir í boði heimamanna.
Við bjóðum uppá öðruvísi leið fyrir ferðafólk til þess að uppgötva falda íslenska menningu í eigin persónu í gegnum handverksfólk, hönnuði, rithöfunda, vísindafólk, leikara, tónlistarfólk, ljóðskáld, ljósmyndara, matreiðslumenn, dansara og aðra og kynnast þeirra lifnaðarháttum. Útkoman verður sú að ferðamenn fara heim með einstakar og minnisstæðar upplifanir í farteskinu.
Kíktu á How It Works Participants fyrir frekari upplýsingar.
Samstarf með Creative Iceland
Creative Iceland styður og hjálpar íslenskum skapandi greinum að nýta sér aukinn áhuga erlendra ferðamanna á að fá íslenska menningu beint í æð.
Hvort sem þú ert tónlistarmaður, rithöfundur, myndlistamaður, leikari, prófessor, hönnuður, frumkvöðull, menningarmiðlari, fyrirtækjaeigandi, sérfræðingur, eða eitthvað annað, ef þú hefur sögu að segja og býður uppá gæða upplifun á sviði menningar, þá höfum við mikinn áhuga á að vinna með þér.
Við styðjum samstarfsmenn okkar með hvað sem þeir þurfa til að skapa, skipuleggja, kynna, selja og afhenda frábæra upplifun fyrir ferðamenn á Íslandi.
Kíktu á How It Works Partners fyrir frekari upplýsingar.
Við ætlum að leggja mikla vinnu á okkur í þágu íslenskrar menningar.
Ekki hika við að deila þessum upplýsingum með vinum og vandamönnum og öllum þeim sem gætu haft áhuga. Látum orðið ganga!